Heildartala yfir síðuflettingar

laugardagur, 25. febrúar 2017

Straubretti

Í morgun bjó ég mér til straubretti til að hafa á sníðaborðinu.
Bóndinn var fyrir löngu búinn að saga út MDF plötu handa mér, 50x55 cm að stærð.
Ég festi fyrst tvöfalt lag af bómullarvatti á plötuna með heftibyssu. Síðan festi ég efni yfir, sem er sérstaklega ætlað til að strauja á, en það má nota hvaða bómullarefni sem er.
Ég hef verið með stórar straumottur á borðinu í mörg ár, sem ég keypti frá USA, en þær þvældust oft fyrir mér, og eru reyndar orðnar úr sér gengnar.
Hlakka til að nota þetta.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli