Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 22. maí 2017

Heimferðarsett á ömmustelpu

Eins og komið hefur fram á ég þrjár ömmustelpur, og sú yngsta fæddist þann 7. maí s.l.
Þetta sett prjónaði ég á hana.
 Uppskriftin er úr Klompelompe bókunum, en hjálmhúfan úr bókinni Babystrik på pinde 3.
Garnið heitir Drops baby merino, keypt í Gallery Spuna í Grindavík.
❤️❤️❤️

föstudagur, 19. maí 2017

Swoon blokkir

Mig vantaði lítið teppi á vegg í svefnherberginu, og rakst þá á myndir af þessari blokk víða á netinu.
Þetta heitir Swoon block, en ég veit svo sem ekkert meira um hana, en hún virðist hafa verið viðfangsefni í einhvers konar quilt along eða CAL á netinu.

Ég teiknaði hana upp í EQ7, og saumaði með pappírssaum.
Fyrst stakk ég bara í saumför og ætlaði að láta það duga, en mér finnst teppið mikli fallegra meira stungið.

þriðjudagur, 16. maí 2017

Heimferðarsett á lítinn frænda

Þetta heimferðarsett prjónaði ég á lítinn frænda, son bróðurdóttur minnar, sem fæddist fyrir rúmum mánuði.
Uppskriftin af peysu, buxum, húfu og vettlingum er úr Klompelompe bókinni, þeirri fyrri, hjálmhúfan er úr Babystrikk på pinde 3, og hosurnar eru að grunninum til frá Prjónajónu, með smá breytingum.
Svo lét ég lestarsokkana fylgja með, því þeir eru svo krúttaðir á litlum fótum.
Garnið er Drops baby merino frá Gallery Spuna.

laugardagur, 13. maí 2017

Norskir sokkar

Þessa sokka með norsku munstri prjónaði ég seint á síðasta ári handa ömmustelpunum tveimur, og hafði stærðina á eins árs, og þeir passa enn á þær, 21 mánaða gamlar.
Svo kom ný ömmustelpa í heiminn fyrir sex dögum, og ég mátti til með að prjóna eins á hana, hafði minnstu stærðina, á 6 mánaða.
Garnið átti ég allt í garnskúffunni minni.
Uppskriftin er HÉR