Heildartala yfir síðuflettingar

miðvikudagur, 27. september 2017

Little Sister's Dress

Ég hef átt uppskriftina að þessum kjól í mörg ár, og prjónaði hann á litla frænku fyrir nokkrum árum.
Og nú var röðin komin að ömmustelpunum þremur. Stærri kjólarnir eru á tveggja ára og sá litli á eins árs.
Ég hafði þá alla eins, því ég á svo erfitt með að gera upp á milli í litum, nema ég sé beðin um ákveðna liti.
Kjóllinn er prjónaður ofanfrá og niður.
Ég notaði Mandarin petit og uppskriftin er ókeypis á Ravelry.

þriðjudagur, 19. september 2017

Leyniteppi Kathleen Tracy

Aldrei þessu vant þá tók ég þátt í leyniverkefni í fésbókarhóp Kathleen Tracy. Hún býr til snið og kennir að gera smáteppi. Hópurinn heitir Kathleen Tracy's Small Quilt Lovers. Hún er líka með blogg og er tengill í það hér til hliðar á síðunni minni.
Verkefnið byrjaði í febrúar og lauk í ágúst. Það teygði sig yfir nokkuð langan tíma, en það hafðist.
Það er kannski ekki mín sterkasta hlið að gera eitthvað svona í blindni, en ég hafði bara gott af þessu.
Reyndar notaði ég aðra aðferð en hinir, sem tóku þátt, því ég saumaði allt með pappírssaum, en sniðin voru gefin upp í málum sem átti að skera eftir. Ég teiknaði allt upp í EQ7 eftir þessum málum og prentaði út pappírssniðin. Mér finnst að svo miklu nákvæmara og þægilegra.