Heildartala yfir síðuflettingar

mánudagur, 23. október 2017

Jólasveinahúfur


Ég prjónaði jólasveinahúfur á eldri ömmustelpurnar mínar tvær í sumar.  
Nú er ég líka búin að gera dúska og festa þá á, svo nú mega jólin koma.

Stelpurnar eru tveggja ára, og stærðin er á 2-5 ára.
Garnið heitir Nepal frá Drops, keypt í Gallery Spuna.
Uppskriftin er HÉR.

fimmtudagur, 19. október 2017

Alise finjakke


Þessar sparipeysur prjónaði ég á tvær eldri ömmustelpurnar mínar. 
Mér finnast þær passa vel með kjólum.

Bakstykkið finnst mér alveg æðislegt.
Vegna þess að þær eru bara tveggja ára valdi ég bómullargarn sem má þvo í vél á háum hita.

Uppskriftin er úr Klompelompe, strikk året rundt, þriðju stóru bókinni frá þeim.
Garnið, sem ég notaði er Mandarin petit, og stærðin er á tveggja ára.

miðvikudagur, 4. október 2017

Krosssaumsmynd

Ég byrjaði að sauma þessa mynd fyrir átján árum og var alls ekki lengi að klára hana, kannski eitt ár.
Það var mjög gaman að sauma hana.
En svo fór hún ofan í skúffu, og ég kom mér aldrei að því að fara með hana í innrömmun.
Öll smáatriðin í myndinni eru bara dásamleg. Spólur í öllum hornum.
En...nú er ég loksins búin að því, eftir að hafa þvegið hana og pressað. 
Hún fer upp á vegg í saumaherberginu.