Heildartala yfir síðuflettingar

sunnudagur, 4. mars 2018

Hettupeysur, peysan Hvoll

Þetta er peysan Hvoll úr Lopa 37. 
Ég notaði Lamaull úr Litlu prjónabúðinni í staðinn fyrir léttlopa.
Í uppskriftinni er ekki gert ráð fyrir neinum frágangi innan á listanum, en ég tók upp lykkjur og prjónaði kant, sem ég saumaði svo niður.
Hettuna átti líka að prjóna í hring og klippa upp, en ég prjónaði hana fram og til baka, sem mér finnst miklu fallegra.

Svo er ég farin að merkja prjónaföt leikskólastelpnanna minna með svona taumiða.
Lengi var ég að spá í að kaupa tilbúna miða, en ákvað svo bara að gera þá sjálf.
Peysurar eru að sjálfsögðu á eldri ömmustelpurnar mínar tvær, sem eru tveggja og hálfs árs, en stærðin er á þriggja ára í uppskriftinni.

1 ummæli: