Nýlega sá ég þessa sætu kanínubangsa á síðu Kreativ Kiwii og saumaði handa barnabörnunum. Þau virðast aldrei fá nóg af mjúkdýrum og alls konar böngsum. Bangsarnir eru alfarið saumaðir í útsaumsvélinni fyrir utan eitt lítið op fyrir fyllinguna sem þarf að handsauma.
Saumaherbergi Hellenar
Heildartala yfir síðuflettingar
þriðjudagur, 22. apríl 2025
Kanínubangsar
Nýlega sá ég þessa sætu kanínubangsa á síðu Kreativ Kiwii og saumaði handa barnabörnunum. Þau virðast aldrei fá nóg af mjúkdýrum og alls konar böngsum. Bangsarnir eru alfarið saumaðir í útsaumsvélinni fyrir utan eitt lítið op fyrir fyllinguna sem þarf að handsauma.
föstudagur, 4. apríl 2025
Aðventusjal/Adventsjal
Ég hef áður prjónað þessa uppskrift. Mér finnst gaman að prjóna hana og stærðin og lagið á sjalinu er akkúrat eins og ég vil hafa það. Það heitir Aðventusjal, en þegar komið er svona nálægt páskum finnst mér hálf skrítið að vera að sýna sjal með þessu nafni. En það var prjónað fyrir þó nokkru síðan, ég hef það mér til afsökunar. Hér eru allar upplýsingar um hvar uppskriftina er að finna. Ég man ekkert hvaðan garnið er, átti það í handlitaða garnsafninu mínu, en prjónarnir voru nr. 4.
miðvikudagur, 19. mars 2025
Northeasterly úr útsaumsgarni
þriðjudagur, 11. mars 2025
fimmtudagur, 13. febrúar 2025
Vettlingar og sokkar
þriðjudagur, 28. janúar 2025
Býkúpa
þriðjudagur, 31. desember 2024
Chunky Twist eyrnabönd
Fyrir fimm árum prjónaði ég eyrnabönd fyrir okkur stelpurnar í fjölskyldunni, sex stykki. Í haust bað ein ömmustelpan mig um að prjóna aftur hvítt eyrnaband fyrir sig, því trúlega hefur það gamla verið orðið of lítið. Það er hér að ofan. Uppskriftin heitir Chunky Twist og fæst á Ravelry.
Þegar ég svo prjónaði peysurnar á þær í haust átti ég nógan afgang í eyrnabönd í stíl við peysurnar. Heppilegt að það er gert ráð fyrir Drops Air í eyrnaböndin, sama garni og ég var með í peysunum.
miðvikudagur, 18. desember 2024
Strákavesti
Ég fitjaði upp á stærð 5-6 ára, en drengurinn er fimm ára síðan í haust, og hafði síddina nær 6-8 ára stærðinni, því hann er frekar langur.
Garnið er Dale Lille Lerke, blanda af ull og bómull, og prjónastærðin var nr. 4.
fimmtudagur, 12. desember 2024
Dúkkukjólar

